Útgáfufögnuður Kira Kira í Stofunni
Kimi Records slær upp litlu útgáfuhófi fyrir Feathermagnetik nýútkomna plötu Kira Kira í Stofunni við Ingólfstorg miðvikudagskvöldið 13. júní kl. 21:00.
Platan verður leikin í heild sinni, léttar veitingar verða í boði og hægt verður að kaupa plötuna á kostakjörum. Feathermagnetik kom út hjá Sound of A Handshake, dótturfyrirtæki Morr Music í Evrópu og hér á landi í síðustu viku, í samstarfi við Kimi Records. Platan hefur hlotið góðar viðtökur, hún fékk fullt hús hjá þýska tónlistartímaritinu De:bug og svo situr hún í 3ja sæti á sölulista tónlistarveitunnar Gogoyoko.
Útgáfutónleikar verða svo haldnir í Radialsystem í Berlín 8. júlí og í Reykjavík í haust.