Sjónrænir útgáfutónleikar Kira Kira í Hörpu
Laugardaginn 29. september kl. 21 mun Kira Kira halda sjónræna útgáfutónleika vegna hljómplötunnar Feathermagnetik í Kaldalónssal Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Með henni á tónleikunum leika Skúli Sverrisson, Úlfur Hansson og Pétur Hallgrímsson. Listamaðurinn Sara Gunnarsdóttir hefur gert hreyfimyndir (kannski til betra orð við e. animations?) við hvert einasta lag Feathermagnetik og mun þeim verða varpað á tjald á meðan tónleikum stendur. Tónlistarmaðurinn Úlfur kemur einnig fram á tónleikunum en hann kemur fram með stórri hljómsveit og leikur tónlist undir sjónhverfingum frá Arnljóti Sigurðssyni. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi kvikmyndahátíðina Reykjavík International Film Festival og hljómplötuútgáfuna Kimi Records. Miðaverð er 1.990 kr. og miðasala er á www.midi.is og www.harpa.is.
Kristín Björk Kristjánsdóttir er um þessar mundir stödd í Finnlandi á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama, en mynd hennar Amma Lo-fi er tilnefnd til Norrænu heimildamyndaverðlaunanna. Eins verður myndin sýnd á Helsinki International Film Festival. Myndin er svo á stöðugu flakki milli kvikmyndahátíða næstu misserin.
Kira Kira mun svo næst koma fram hér á landi á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2012 í nóvemberbyrjun.
Kira Kira er einnig um þessar mundir að semja tónlist við Shakespeare leikritið Coreolanus í uppsetningu Kevins Rittberger við Schauspielhaus Wien.