Útgáfutónleikar Dream Central Station
Hljómsveitin Dream Central Station mun halda útgáfutónleika á tónleikastaðnum Volta föstudagskvöldið 8. mars kl. 23, hús opnar kl. 22. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu fyrstu breiðskífu þeirra en platan Dream Central Station kom út seint á síðasta ári. Hljómsveitirnar NOLO og OYAMA hita upp og svo munu Dj Dauði og Dj Pilsner þeyta […]
Tónleikaferð Cheek Mountain Thief, tvennir tónleikar á Íslandi
Breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay og íslenska hljómsveitin hans, Cheek Mountain Thief, hefur fengið afbragðsviðtökur við nýrri breiðskífu þeirra, Cheek Mountain Thief. Platan kom út í ágúst í Bretlandi á vegum breska útgáfufélagsins Full Time Hobby (á vegum Kimi Records hér á landi) og hefur fengið frábæra dóma víðsvegar um Evrópu og í Bretlandi. Cheek Mountain […]
Útgáfutónleikatvenna My Bubba & Mi, í Reykjavík og á Akureyri
Íslensk-sænski nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi mun halda tvenna útgáfutónleika vegna útgáfu plötunnar Wild & You, sem kom út á vegum Kimi Records. Þeir fyrr verða á Græna Hattinum fimmtudaginn 30. ágúst kl. 21 og þeir seinni í Norræna húsinu laugardaginn 1. september kl. 21. Sóley mun koma fram með My Bubba & Mi […]
Sumarsólstöðutónleikar Ólafar Arnalds ásamt Skúla Sverrissyni
Ólöf Arnalds heldur tvenna tónleika á Café Flóru í Grasagarðinum þann 21. og 22. júní nk. Tilefnið er sumarsólstöður og fylgir Ólöf þar með eftir sumar- og vetrarsólstöðutónleikum sínum á síðasta ári. Ólöfu til halds og trausts verður samverkamaður hennar til margra ára, Skúli Sverrisson bassaleikari og tónskáld. Ólöf leggur um þessar mundir lokahönd á […]