Cheek Mountain Thief gefur út sína fyrstu breiðskífu
Breiðskífan Cheek Mountain Thief með Cheek Mountain Thief kemur út á vegum Kimi Records föstudaginn 17. ágúst. Hljómsveitina leiðir breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay (Tunng) en aðrir meðlimir eru íslenskir. Platan inniheldur 10 lög úr smiðju hans og flokkast sem folk tónlist undir vægum sýruáhrifum. Meðal gesta á plötunni má nefna Mugison, Sindra Má Sigfússon (Seabear, […]
The Heavy Experience gefa út SLOWSCOPE
Kvintettinn The Heavy Experience mun gefa út plötuna SLOWSCOPE fimmtudaginn 16. ágúst næskomandi. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar en áður hafa þeir gefið út samnenfnda stuttskífu, en hún kom út á 10 tommu hljómplötu síðla árs 2010 á vegum Kimi Records. Tónlist The Heavy Experience er illlýsanleg blanda drunutónlistar og djass; einföld en ákveðin, þunglamaleg […]
Kira Kira gefur út Feathermagnetik
Hljómplatan Feathermagnetik eftir Kira Kira kemur út þriðjudaginn 5. júní og verður fáanleg í öllum helstu plötuverslunum landsins. Kira Kira er hliðarsjálf tónskáldsins og leikstjórans Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og er hljómplatan hennar þriðja breiðskífa. Feathermagnetik inniheldur 9 tónverk sem flokka má sem tilraunakennda raftónlist. Hljómur hennar er dekkri en á fyrri verkum Kira Kira og […]
múm gefur út hljómplötuna Early Birds
Hljómplatan Early Birds með hljómsveitinni múm er komin út. Early Birds er gefin út á geisladiski sem og tvöfaldri vínylplötu af þýska útgáfufélaginu Morr Music. Um er að ræða safn laga sem urðu til við lok tuttugustu aldarinnar en komu ekki út á breiðskífum sveitarinnar. Lögin urðu öll til áður fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Yesterday Was […]