Útgáfutónleikar Dream Central Station
Hljómsveitin Dream Central Station mun halda útgáfutónleika á tónleikastaðnum Volta föstudagskvöldið 8. mars kl. 23, hús opnar kl. 22. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu fyrstu breiðskífu þeirra en platan Dream Central Station kom út seint á síðasta ári. Hljómsveitirnar NOLO og OYAMA hita upp og svo munu Dj Dauði og Dj Pilsner þeyta […]
Biggi Hilmars sendir frá sér All We Can Be
Fyrsta sóló breiðskífa Birgis Hilmarssonar, All We Can Be, mun líta dagsins ljós þann 1. Október næstkomandi og inniheldur 11 frumsamin lög ásamt endurútsetningu á ‘Famous Blue Raincoat’ eftir Leonard Cohen. Platan hefur verið í vinnslu síðastliðin 3 ár og fóru upptökur fram í Lundúnum og París, en hljóðblöndun og eftirvinnsla í Reykjavík. Birgir hefur […]
Sjónrænir útgáfutónleikar Kira Kira í Hörpu
Laugardaginn 29. september kl. 21 mun Kira Kira halda sjónræna útgáfutónleika vegna hljómplötunnar Feathermagnetik í Kaldalónssal Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Með henni á tónleikunum leika Skúli Sverrisson, Úlfur Hansson og Pétur Hallgrímsson. Listamaðurinn Sara Gunnarsdóttir hefur gert hreyfimyndir (kannski til betra orð við e. animations?) við hvert einasta lag Feathermagnetik og mun þeim verða varpað […]
Eftir 10 ára þögn kemur The Box Tree út
Næstkomandi föstudag, 21. september, kemur út ný hljómplata Skúla Sverrissonar og Óskars Guðjónssonar. Ber hún nafnið The Box Tree. Þetta er önnur hljómplata þeirra félaga en 10 ár eru liðinn frá því að fyrri plata þeirra, hin goðsagnakennda Eftir þögn kom út. Af þessu tilefni munu þeir Skúli og Óskar flytja tónlist af plötunni í […]
Melchior – útgáfutónleikar syðri í Iðnó
Hljómsveitin Melchior heldur tónleika í Iðnó fimmtudaginn 12. júlí. Tilefnið er útgáfa plötunnar Matur fyrir tvo og hafa tónleikarnir verið kallaðir útgáfutónleikar syðri. Þar mun hljómsveitin flytja lög af glænýrri plötunni, ásamt völdu efni af fyrri hljómdiskum. Melchior til halds og trausts verður öflug sveit gestahljóðfæraleikara þannig að reikna má með allt að tíu manns […]